lau 07. mars 2020 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil og Birkir fá enga sérmeðferð - Tveggja vikna sóttkví ef þeir eru valdir
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og ritað um kórónaveiruna, Covid-19, og afleiðingar hennar. Íslenska karlalandsliðið mætir Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í sumar 26. mars.

Á Ítalíu hafa margir fengið veiruna og hefur verið gripið til þess að loka á fjöldasamkomur þar í landi og leika leiki fyrir luktum dyrum. Birkir Bjarnason (Brescia) og Emil Hallfreðsson (Padova) leika á Ítalíu og var regla sett á farþega frá Ítalíu að þeir færu í sóttkví við komu til landsins til að hefta eins og mögulegt er dreyfingu veirunnar.

Í íþróttafréttum RÚV í kvöld kom fram að Emil og Birkir fengju enga sérmeðferð við komuna til landsins fyrir landsleikinn.

„Þeir hljóta að vera koma heim svo þeir geti verið fjórtán daga í sóttkví fyrir leikinn," sagði Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ og yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.

„Það gildir sama um þá eins og alla aðra Íslendinga." Leikurinn er eftir nítján daga og því er ekki mikill tími til stefnu til að fá leikmennina til landsins.

„Við erum að skoða þann möguleika að kalla þá fyrr til landsins," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner