Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. mars 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Gulur var liturinn - Fimm leikir án sigurs hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Burnley 1-1 Tottenham
1-0 Chris Wood ('13 )
1-1 Dele Alli ('50, víti)

Tottenham heimsótti Burnley á Turf Moor í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur verið í miklu brasi að undanförnu en á sama tíma hefur gengi Burnley breyst til hins betra eftir slæmt gengi.

Chris Wood skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn eftir að Hugo Lloris varði tilraun Jay Rodriguez. Ellefta mark Wood á leiktíðinni sem er hans mesta í úrvalsdeildinni.

Jose Mourinho gerði breytingu á Tottenham liðinu í hálfleik og inn kom Giovani Lo Celso. Tottenham byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði Dele Alli leikinn úr víti eftir að Erik Lamela var felldur.

Mikil barátta var í leiknum og fengu heimamenn fimm gul spjöld og gestirnir fengu fjögur gul. Mörkin urðu ekki fleiri en tvö í dag og jafntefli staðreynd. Tottenham hefur kki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum og Burnley er nú taplaust í fimm leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner