banner
   lau 07. mars 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Marseille spilaði með sundhettu
Dario Benedetto í leik með Boca á síðasta ári
Dario Benedetto í leik með Boca á síðasta ári
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað skondið atvik í leik Marseille og Amiens í frönsku deildinni í gær en Dario Benedetto, framherji Marseille, neyddist til að spila með sundhettu.

Argentínski framherjinn varð fyrir hnjaski í byrjun leiksins og fékk skurð við eyrað og greip því þjálfaraliðið til örþrifaráða til að koma í veg fyrir blæðingu.

Hann neyddist til að spila með sundhettu eftir atvikið en það má sjá mynd af því hér fyrir neðan.

Þetta þykir ekki einsdæmi en brasilíski leikmaðurinn Thiago Carleto neyddist til að gera hið sama árið 2018 í leik með Atletico Paranaense í 2-1 tapi gegn Cruzeiro. Sundhettan gerði honum gott því honum tókst að skora úr aukaspyrnu í leiknum.

Hægt er að sjá mynd af Benedetto í leiknum í gær hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner