lau 07. mars 2020 18:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór: Virkilega ánægður með leikmenn liðsins í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð eru jákvæð. Þrátt fyrir tapið þá er margt jákvætt í leik liðsins og innan liðsins. Mér fannst vera góður liðsbragur á liðinu," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir 0-1 tap gegn Skotlandi í æfingaleik á Pinatar í dag.

„Mér fannst við alltaf halda áfram að reyna. Við náðum á köflum að spila okkur úr erfiðum stöðum og samvinnan var góð í dag."

„Það eru margir jákvæðir punktar í þessum leik og eitthvað sem við getum byggt á. Það eru mikið af leikmönnum sem eru ekki í leikformi á þessum tímapunkti þar sem tímabilið er ekki byrjað hér heima eða í Skandinaviu."

„Við erum einnig að gefa nýjum leikmönnum tækifæri í dag og erum að prófa nýja hluti. Ég er virkilega ánægður með leikmenn liðsins í dag,"
sagði Jón Þór Hauksson að lokum.

KSÍ birti viðtalið við Jón Þór á Twitter-reikningi sinum og má hlusta á það í heild sinni hér að neðan. Næsti leikur liðsins er gegn Úkraínu á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner