Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. mars 2020 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sjálfstraust kemur og fer
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hafði tapað þremur af síðustu fjórum fyrir leikinn og byrjaði á því að lenda undir í dag. Liverpool kom hins vegar til baka og vann 2-1.

„Ég veit hvað strákarnir geta gert, en það er ekki ég sem spila. Við höfum sagt það áður að sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú færð, setur í vasann og ert með það þar til eilífðar. Það kemur og fer," sagði Klopp í viðtali eftir leik.

„Þú þarfnast þeirra tilfinningar þegar hlutirnir ganga upp."

„Þú þarft að berjast af krafti, það er aðalmálið, en við erum með 82 stig og það er fínt. Við verðum að halda áfram að berjast. Við verðum að gefa öllum liðum alvöru baráttu og það er það sem við gerðum í dag."

Sjá einnig:
Liverpool þremur sigrum frá meistaratitlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner