Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. mars 2020 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Kórdrengir og Berserkir skoruðu þrjú
Albert skoraði þriðja mark Kórdrengja í dag.
Albert skoraði þriðja mark Kórdrengja í dag.
Mynd: Kórdrengir
Lengjubikarinn er í fullum gangi og er nú öllum leikjun nema einum lokið í dag. Hér má sjá úrslitin úr leik Kórdrengja og Víðis annars vegar og leik Afríku og Berserkja hins vegar.

Kórdrengir mættu Víði í 3. umferð riðils 1 í B-deildinni og kom Aron Skúli Kórdregjum í 2-0. Reynsluboltinn Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn áður en Albert Brynjar Ingason innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Kórdrengir eru með níu stig eftir þrjár umferðir. Markatalan er 20-2. Víðir er með fjögur stig í fjórða sæti. Njarðvík getur jafnað Kórdrengi að stigum með sigri í næsta leik.

Berserkir unnu þá 1-3 sigur á Afríku. Berserkir komust í 0-3 áður en Afríka minnkaði muninn. Liðin leika í riðli 3 og var þetta fyrsti leikur riðilsins.

B-deild, riðill 1
Kórdrengir 3 -1 Víðir
1-0 Aron Skúli Brynjarsson
2-0 Aron Skúli Brynjarsson
2-1 Hólmar Örn Rúnarsson
3-1 Albert Brynjar Ingason, víti
Rautt Spjald: Aaron Robert Spear, Kórdrengir ('76)

C-deild, riðill 3
Afríka 1 - 3 Berserkir
0-1 Gunnar Jökull Johns
0-2 Nikúlás Torfi Guðmundsson
0-3 Kormákur Marðarson
1-3 Alessandro Dias Bandeira

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner