lau 07. mars 2020 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Stjarnan skoraði sjö og HK vann Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir búnir í A-deild Lengjubikars karla í dag. Stjarnan og HK báru sigurorðið í þessum tveimur leikjum.

Stjarnan, sem leikur undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og Ólafs Jóhannessonar, fór illa með Víking Ólafsvík á Samsung vellinum í Garðabæ.

Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik og vann að lokum 7-1 stórsigur. Stjarnan er í öðru sæti Riðils 4 með sjö stig, eins og Valur sem er í efsta sæti. Ólafsvíkingar eru án stiga eftir fjóra leiki og með markatöluna 2:20.

Þá vann HK 1-0 sigur á Þór þar sem Atli Arnarson skoraði sigurmarkið með langskoti. Atli klúðraði víti í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það í seinni hálfleiknum.

HK er í öðru sæti á eftir FH í Riðli 3 með níu stig. Eina tap liðsins til þessa kom gegn FH þar sem FH-ingum var dæmdur sigur eftir að HK notaði ólöglegan leikmann. HK vann leikinn 1-0 upprunalega. Þór er í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

Stjarnan 7 - 1 Víkingur Ó.
Af úrslit.net

HK 1 - 0 Þór
1-0 Atli Arnarson ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner