Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. mars 2020 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lombardyhérað á leið í allsherjar sóttkví - Fær Birkir að fara?
Mynd: Getty Images
Yfirvöld á Ítalíu ætla sér að setja alllt Lombardy hérað í sóttkví vegna Kórónaveirunnar.

Hugmyndin er þannig að ef einhver brýtur þessa sóttkví og fer eða kemur inn í héraðið mun sá aðili vera sektaður fyrir brotið.

Fyrirhugað er að loka svæðinu fram að 3. apríl. Fólk má hins vegar fara og koma ef nægilega góð ástæða er fyrir þeirri ákvörðun. Brescia er borg í Lombardy og Brescia er með lið í ítölsku A-deildinni.

Hjá félaginu leikur Birkir Bjarnason og uppleggið var væntanlega að fá hann til Íslands til að taka þátt í landsliðsverkefni seinna í mánuðinum þar sem íslenska landsliðið leikur gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM í sumar.

Óvíst er hvort Birkir fái að yfirgefa Ítalíu vegna veirunnar.

Sjá einnig:
Emil og Birkir fá enga sérmeðferð - Tveggja vikna sóttkví ef þeir eru valdir
Athugasemdir
banner
banner