lau 07. mars 2020 20:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ndombele þarf að vita að hann þarf að gera mun betur"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gerði breytingu á sínu liði í hálfleik. Hann tók Tanguy Ndombele af velli og setti inn Giovani Lo Celso. Mourinho var spurður út í þetta í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefæi við Burnley.

„Ég vona að hann noti hverja einustu mínútu á vellinum til að komast að því hvernig hann getur bætt sig í úrvalsdeildinni. Margir eiga í erfiðleikum á sinni fyrstu leiktíð og það eru mismunandi ástæður fyrir því."

„Það hefur sést margoft. Hann hefur mikla hæfileika. Ndombele þarf að vita að hann þarf að gera mun betur og ég veit að ég get ekki haldið áfram að gefa honum tækifæri því liðið er mikilvægara,"
sagði Mourinho.

Tottenham er nú án sigurs í fimm síðustu leikjum. Chris Wood kom Burnley yfir en Dele Alli jafnaði með marki úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.

Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon. síðasta sumar og hefur hann ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu.

Ndombele er 23 ára franskur miðjumaður sem hefur einungis einu sinni spilað heilan leik frá því hann lék 90 mínútur gegn Rauðu Stjörnunni snemma í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner