Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. mars 2020 23:30
Aksentije Milisic
Rudiger: Mér leið eins og apa
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, er mjög ósáttur með að ekkert var gert í því þegar hann kvaraði yfir kynþáttafordómum í leik Chelsea og Tottenham í desember.

Rudiger lét dómara leiksins vita og var leikurinn stöðvaður. Eftir leik var málið rannsakað en engar sannanir fundust fyrir því að stuðningsmenn Tottenham hafi verið með fordóma í átt að Rudiger.

„Mér leið eins og ég væri ekki manneskja, frekar eins og eitthvað dýr. Mér leið eins og apa. Ef þú hefur ekki lent í svona aðstæðum þá getur þú ekki áttað þig á því hversu illa mér leið. Ég var einmana," sagði Rudiger.

„Hvernig er það hægt að enginn af þessum 60 þúsund áhorfendum tók ekki eftir neinu? Þá stend ég eftir eins og lygari. Mér líður eins og ég eigi að þegja, en ég mun ekki gera það."

Rudiger talaði þá vel um Harry Kane, fyrirliða Tottenham. Kane bað Rudiger afsökunar eftir leik og sagðist þykja þetta leitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner