lau 07. mars 2020 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leipzig missteig sig í titilbaráttunni
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig.
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RB Leipzig mistókst að komast upp að hlið Bayer München í þýsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Julian Nagelsmann gerðu nefnilega markalaust jafntefli við Wolfsburg.

Leipzig var mikið meira með boltann í leiknum, en náði ekki að nýta sér það til að skora mörk.

Leipzig er núna tveimur stigum á eftir Bayern, sem getur á morgun náð fimm stiga forskoti á toppnum með sigri gegn Íslendingaliði Augsburg.

Bayer Leverkusen er komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir stórsigur Eintracht Frankfurt. Þá vann Freiburg kærkominn sigur á Union Berlín og er í áttunda sæti.

Werder Bremen er í 17. sæti og í fallhættu. Liðið kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Hertha Berlín í dag. Schalke og Hoffenheim skildu þá jöfn, 1-1.

Bayer 4 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Kai Havertz ('4 )
2-0 Karim Bellarabi ('14 )
3-0 Paulinho ('49 )
4-0 Paulinho ('55 )

Wolfsburg 0 - 0 RB Leipzig

Hertha 2 - 2 Werder
0-1 Josh Sargent ('3 )
0-2 Davy Klaassen ('6 )
1-2 Niklas Stark ('41 )
2-2 Matheus Cunha ('60 )

Freiburg 3 - 1 Union Berlin
1-0 Roland Sallai ('34 )
2-0 Christian Gunter ('55 )
2-1 Sebastian Andersson ('61 )
3-1 Robin Koch ('82 )

Schalke 04 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Weston McKennie ('20 )
1-1 Christoph Baumgartner ('69 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund.

Guðlaugur Victor lék í markalausu jafntefli
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Bochum í þýsku B-deildinni. Guðlaugur Victor hefur átt mjög flott tímabil með Darmstadt sem er í fimmta sæti B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner