Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 07. mars 2020 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Fyrsta stig Viðars með Yeni Malatyaspor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik þegar Yeni Malatyaspor gerði jafntefli á heimavelli gegn Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Yeni Malatyaspor varð fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiksins þegar Issam Chebake, varnarmaður liðsins, fékk að líta rautt spjald og gestirnir fengu vítaspyrnu sem Rijad Bajic skoraði úr. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Einum færri gáfust heimamenn hins vegar ekki upp. Viðar kom inn á á 68. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Murat Yildirim fyrir Yeni Malatyaspor.

Konyaspor missti markvörð sinn af velli undir lok leiksins þar sem hann fékk rautt fyrir að handleika boltann utan teigs.

Lokatölur voru 1-1 og eru Viðar og félagar í 13. sæti með 25 stig, fimm stigum frá fallsæti. Viðar er á láni hjá félaginu frá Rostov í Rússlandi, en hann kom til Tyrklands þann 27. janúar. Síðan þá hefur liðið tapað sex leikjum og gert eitt jafntefli. Stigið í dag var það fyrsta sem félagið fær frá því Viðar kom.
Athugasemdir
banner
banner