Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. mars 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hjörtur spilaði allan leikinn í sigri á FCK
Hjörtur er á toppnum í Danmörku með Bröndby.
Hjörtur er á toppnum í Danmörku með Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var stórleikur í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar erkifjendurnir Bröndby og FC Kaupmannahöfn áttust við.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem vann leikinn 2-1. Hjörtur lék allan leikinn, en Bröndby tók forystuna á 70. mínútu. Þeir komust svo í 2-0 í uppbótartíma áður en FCK minnkaði muninn.

Bröndby er á toppi deildarinnar með tveimur stigum meira en Midtjylland sem er í öðru sæti. FCK situr í fjórða sæti.

Midtjylland tapaði 0-1 fyrir AGF í dag. Mikael Neville Anderson spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Midtjylland á meðan Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 83 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB sem tapaði 2-0 fyrir Vejle. Aron Elís fór af velli á 79. mínútu en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hóp hjá OB sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Ágúst Hlynsson var í byrjunarliðinu hjá Horsens í fyrsta sinn er liðið gerði 2-2 jafntefli við Nordsjælland. Ágúst spilaði fyrri hálfleikinn en Horsens er á botni deildarinnar.

Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu hjá Silkeborg í dönsku 1. deildinni er liðið vann 2-0 sigur á HB Køge. Stefán Teitur Þórðarson var einnig í byrjunarliði Silkeborg sem er í þriðja sæti B-deildarinnar.

Kollegri Patriks, Frederik Schram, er varamarkvörður Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Hann sat á bekknum í dag í endurkomusigri á Randers. Lyngby er í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner