sun 07. mars 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Víkingur Ó. mætir Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það eru leikir í boði á Íslandi í dag en alls eru átta viðureignir spilaðar víðsvegar um landið.

Lengjubikarinn er enn í fullu fjöri en það er bæði leikið í karla og kvennaflokki og í hinum ýmsu riðlum.

Víkingur Ólafsvík mun freista þess að ná í sín fyrstu stig er liðið mætir Grindavík í fjórðu umferð. Víkingar hafa enn ekki skorað mark og eru á botninum í riðli 1 í A-deild.

Í riðli 3 mætast tvö lið sem eru án stiga en Selfoss og Vestri mætast á Selfossi. Bæði lið eru ekki með stig í tveimur neðstu sætunum.

Dagskrána í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
14:00 Grindavík-Víkingur Ó. (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
11:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
16:30 Haukar-Víðir (Ásvellir)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Tindastóll-KF (Sauðárkróksvöllur)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
14:00 KH-Smári (Valsvöllur)

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
15:00 Þór/KA-Breiðablik (KA-völlur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
16:15 Fjölnir-Álftanes (Egilshöll)
18:45 Fram-ÍR (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner
banner