Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 07. apríl 2019 23:27
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar: Létum hvorn annan heyra það
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson Þjálfari KR gat fagnað öðrum titli sínum með KR á undirbúningstímabilinu í kvöld þegar KRingar tryggðu sér Lengjubikarinn með sigri á ÍA Í úrslitaleik á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 KR

„Þokkalega sáttur. Þetta var nú ekki besti fótboltaleikurinn svona ef maður horfir á það en það var hraði i báðar áttir, mikið af löngum boltum og hörkuleikur og mikil barátta.“

Sagði Rúnar aðspurður um hvort hann væri sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld.

Nokkrir leikmenn voru fjarverandi úr leikmannahópi KR í kvöld og lék því fréttaritara forvitni á að vita hver staðan væri á leikmannahóp KR nú þegar rétt tæpar 3 vikur eru í mót.

„Staðan mætti nú vera örlítið betri. Skúli Jón er meiddur og er frá og Kennie líka, Kristinn Jónsson er búinn að vera frá og Arnþór er að koma til baka núna eftir meiðsli og er byrjaður að spila sínar fyrstu mínútur þannig að þetta er svona allt í rétta átt og ég reikna með að þessir menn verði klárir þegar mótið hefst.“

Í leikslok lenti Rúnar í smá orðaskaki við Lars Marcus Johansson leikmann ÍA. Vildi hann eitthvað tjá sig um það?

„Það var smá hiti þarna í lokinn og menn voru eitthvað að æsa sig og við létum hvorn annan heyra það en við áttum síðan bara gott spjall nokkrum mínútum seinna þegar menn eru búnir að róa sig og gengum báðir sáttir frá borði.“

Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara KR en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner