Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. maí 2020 13:16
Magnús Már Einarsson
Bikarinn byrjar 6. júní - Úrslitaleikur í nóvember
Víkingur R. varð bikarmeistari í fyrra.
Víkingur R. varð bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Mjólkurbikar karla hefst laugardaginn 6. júní en þetta var tilkynnt á fundi hjá KSÍ í dag.

Önnur umferðin er viku síðar og 32-liða úrslitin fara einnig fram í júní en þá koma liðin í Pepsi Max-deildinni inn í keppnina.

Undanúrslitin verða í október og úrslitaleikurinn sjálfur á Laugardalsvelli 7. nóvember samkvæmt drögum frá KSÍ.

Í Mjólkurbikar kvenna verður fyrsta umferðin 7. júní en úrslitaleikurinn verður laugardaginn 17. október.

Leikdagar í Mjólkurbikar karla
1. umferð - 5-7. júní
2. umferð - 12-14. júní
32-liða úrslit - 23-25. júní
16-liða úrslit - 30-31. júlí
8-liða úrslit - 10. september
Undanúrslit - 15-16. október
Úrslitaleikur - 7. nóvember

Leikdagar í Mjólkurbikar kvenna
1. umferð - 7-8. júní
2. umferð - 13-14. júní
16-liða úrslit - 10-11. júlí
8-liða úrslit - 24. júlí
Undanúrslit - 9. september
Úrslitaleikur - 17. október

Smelltu hér til að sjá fyrstu leikina í Mjólkurbikar karla
Smelltu hér til að sjá fyrstu leikina í Mjólkurbikar kvenna
Athugasemdir
banner
banner
banner