Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. maí 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba sækist eftir forsetastóli knattspyrnusambandsins
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn fyrrverandi Dider Drogba tilkynnti það síðasta september að hann hyggðist gefa kost á sér í forsetastól knattspyrnusambands Fílabeinsstrandarinnar.

Yaya Toure, fyrrum landsliðsfélagi Drogba, styður við framboðið og segir að það sé kominn tími á breytingu í afríska knattspyrnuheiminum.

„Ég styð Drogba í þessari baráttu, það er kominn tími fyrir breytingar í knattspyrnuheiminum okkar. Hann þarf að vera nútímavæddur," sagði Toure.

„Það er líka frábært fyrir landið að svona þekktur og virtur einstaklingur sé tilbúinn til að bjóða tíma sinn í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar."

Í kosningunum mun Drogba berjast við ríkjandi forseta knattspyrnusambandsins, Sory Diabate, og varaforseta þess, Idriss Diallo.

Diabate er talinn líklegur til að ná endurkjöri en það er aldrei hægt að vita hvað gerist þegar Drogba er andstæðingurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner