Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkonu Kevin Phillips sleppt úr haldi - Vitni að stunguárás
Julie og Kevin Phillips.
Julie og Kevin Phillips.
Mynd: Getty Images
Julie Phillips, eiginkona fyrrum enska landsliðsmannsins Kevin Phillips, eyddi tveimur nóttum á lögreglustöð í varðhaldi eftir atburð sem átti sér stað síðastliðinn laugardag. Henni hefur nú verið sleppt úr haldi.

Mirror fjallar um að Phillips hafi verið handtekin grunuð um tilraun til manndráps ásamt tveimur öðrum aðilum. Tvítugur maður að nafni Aigars Lipentis var stunginn, en líðan hans er sögð stöðug.

Julie segist hafa verið vitni að atburðinum. „Já, ég var handtekin en síðan var mér sleppt. Ég var vitni, en ég get ekki sagt neitt meira," sagði hún í samtali við Daily Mail.

Kevin Phillips, sem lék átta landsleiki fyrir England á árum áður, hefur tjáð sig. Hann segir: „Julie var vitni að atburðinum og henni var sleppt úr haldi án ákæru. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá er hún í miklu áfalli."

Hinn 19 ára gamli Nathan Michaels hefur verið ákærður fyrir verknaðinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner