Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. maí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Fellaini og Witsel hjálpuðu til við að bjarga Standard Liege
Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini.
Mynd: Getty Images
Belgísku miðjumennirnir Marouane Fellaini og Axel Witsel hafa hjálpað sínu fyrrum félagi Standard Liege að forðast gjaldþrot um leið bjargað sæti liðsins í belgísku úrvalsdeildinni.

Fellaini, sem spilar í dag í Kína, hefur lánað Standard Liege þrjár milljónir evra til að takast á við fjárhagslega erfiðleika.

Witsel fjárfesti í fyrirtæki sem keypti heimavöll Standard Liege en félagið mun leigja hann til baka.

Belgíska knattspyrnusambandið ákvað í síðustu mánuði að taka keppnisleyfið af Standard Liege vegna skulda en félagið áfrýjaði og fær nú að vera áfram í efstu deild.

Standard Liege var í fimmta sæti þegar leik var hætt í Belgíu í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner