Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. maí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Henry: Hvernig á ég að segja Aubameyang að vera áfram?
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, segir að það verði erfitt fyrir Arsenal að fylla skarð Pierre-Emerick Aubameyang ef hann fer annað í sumar.

Hinn þrítugi Aubameyang hefur skorað 61 mark í 97 leikjum með Arsenal en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum. Hann hefur verið orðaður við önnur félög undanfarna mánuði.

„Allir gera það sem þeir þurfa að gera. Hvernig á ég að segja einhverjum að vera áfram hjá félaginu þegar ég fór sjálfur?" sagði Henry.

„Sem stuðningsmaður Arsenal þá viltu halda honum en sem fótboltamaður þá mun hann skoða stöðuna með fjölskyldu sinni og pabba sínum sem ég þekki og þeir skoða hvað er best fyrir hann."

„Ef þú ert stuðningsmaður Arsenal þá viltu ekki að hann fari en hann á líka sinn eigin feril. Ég veit ekki hvað gengur á í höfði hans og hvert hann vill fara en það sem ég veit er að við munum pottþétt sakna markanna hans ef hann fer. Hann skorar mörk og ef þú tekur mörkin hjá Aubameyang í burtu þá er það erfitt."

„Ég virði ákvarðanir hjá fóki. Ég virði hvað þeir hafa verið að ganga í gegnum og hvaða drauma og vonir þeir hafa en allir stuðningsmenn Arsenal verða brjálaðir ef þeir fara. Við viljum ekki að hann fari en á hinn bóginn þá skilur þá að náunginn gæti þurft á einhverju öðru að halda."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner