Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Hogdson getur stýrt Crystal Palace eftir breytingar á reglum
Mynd: Getty Images
Crystal Palace vonast til að Roy Hodgson geti stýrt liðinu áfram þegar fótboltinn byrjar að rúlla aftur í Englandi eftir hlé vegna kórónaveirunnar.

Hodgson er 72 ára gamall en samkvæmt reglum á Englandi hafa aðilar eldri en 70 átt að forðast að vera að vinna nálægt öðru fólki vegna veirunnar.

Yfirvöld hafa hins vegar tilkynnt slakanir á þessum reglum og forráðamenn Crystal Palace reikna með að Hodgson snúi aftur til vinnu síðar í mánuðinum.

Stefnt er á að leikmenn Crystal Palace hefji æfingar 18. maí líkt og önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner