banner
   fim 07. maí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Keppni í Pepsi Max-deildunum gæti lokið fyrr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir mögulegt að hægt verði að klára keppni í Pepsi Max-deild karla og kvenna fyrr en áætlað er samkvæmt drögum að leikjaniðurröðun í dag.

Lokaumferðin í Pepsi Max-deild karla fer fram 31. október samkvæmt núverandi drögum og lokaumferðin í Pepsi-Max deild kvenna verður 11. október.

Það sama á við um Mjólkurbikarinn en úrslitaleikurinn í karlaflokki er skráður 7. nóvember þar og í kvennaflokki á að leika til úrslita 17. október.

Óvíst er með tímasetningar á leikjum í Evrópukeppnum karla og kvenna og því gæti skapast svigrúm til að færa umferðir og klára mótið fyrr.

„Evrópukeppni félagsliða er í algjöru uppnámi og það hefur áhrif á þetta hjá okkur," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner