Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn í Suður-Kóreu spjaldaðir fyrir að tala of mikið
Adam Taggart, 26, hefur skorað sex mörk í ellefu A-landsleikjum með Ástralíu.
Adam Taggart, 26, hefur skorað sex mörk í ellefu A-landsleikjum með Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Suður-kóreska tímabilið hefst á morgun, rúmlega tveimur mánuðum eftir upprunalega upphafsdagsetningu.

Upphafi mótsins þurfti að fresta vegna kórónuveirunnar, sem dreifðist um Kóreu áður en hún kom til Evrópu. Kóreubúar hafa höndlað veiruna einstaklega vel og aðeins 256 manns látist af 10 þúsund sýktum samkvæmt opinberum tölum.

Kóreubúar brugðust mjög vel við faraldrinum og hafa sett reglur sem munu gilda í leikjum í efstu deild, sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum.

Auk þess að mega ekki takast í hendur verða leikmenn að passa sig að spjalla ekki of mikið við hvorn annan til að vera ekki spjaldaðir af dómaranum. Þá þurfa þjálfarar og starfsteymi þeirra að vera með andlitsgrímur.

„Við höfum ekki fengið almennilega útskýringu á þessu, sérstaklega ekki hlutanum hvað varðar samræður við aðra leikmenn. Nú tala ég ekki kóresku en ég er samt í stöðugum samskiptum við liðsfélagana. Eins og staðan er núna veit ég ekki hvort mér verði refsað fyrir það," segir Adam Taggart, ástralskur framherji sem var markahæsti maður K-deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Það verða gefin gul og rauð spjöld hægri vinstri ef dómarar eiga að refsa mönnum fyrir að tala."
Athugasemdir
banner
banner
banner