Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. maí 2020 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Máni: Stjarnan búin að tapa gildunum sínum
Rétt rúmur áratugur er liðinn síðan Máni sagði upp störfum hjá Stjörnunni.
Rétt rúmur áratugur er liðinn síðan Máni sagði upp störfum hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni Pétursson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var gestur í Sportið í kvöld spjallþættinum á Stöð 2 Sport fyrr í kvöld.

Farið var yfir málin hjá Stjörnunni og sagði Máni að sér litist ekkert á blikuna.

Miklar breytingar hafa verið í stjórn félagsins að undanförnu og greindi Vísir frá því með áhugaverðri grein í apríl. Þar segir meðal annars að þrír stjórnmeðlimir hafi sagt upp störfum vegna starfshátta Sigurðar Bjarnasonar, formanns íþróttafélagsins. Þá hafi Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, tekið sér veikindaleyfi vegna álags og átaka í samskiptum við Sigurð.

„Vandamál Stjörnunnar er að félagið er bara í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli, það er gríðarlega slæmt og það þorir enginn að tala um þetta," sagði Máni.

„Ég held að þetta sé ekki öðruvísi með Stjörnuna heldur en mörg önnur félög á þessu landi. Menn eru peppaðir: 'Við þurfum að fá sterkar konur, við þurfum að sýna sterkar konur hérna. Þær verða að segja sína skoðun og gera sína hluti!'. Það er gott vel. Þegar þessar konur deila svo sinni skoðun byrjar typpafélagið að segja: 'Heyrðu, þið þurfið bara að fara útúr félaginu'.

„Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir. Fyrir mér er félagið búið að tapa gildunum sínum, þetta er bara staðreynd."


Máni telur meistaraflokk Stjörnunnar vera með gott þjálfarateymi og leikmannahóp en fullyrðir að liðið muni vera um miðja deild í sumar vegna vandamálanna sem ríkja innan félagsins.

„Frábært yngriflokkastarf í fótbolta og gríðarlegur metnaður sem er sýndur þar. Það eru frábærir þjálfarar í meistaraflokki og leikmannahópurinn
er mjög góður en Stjarnan er að fara að vera einhversstaðar fyrir miðju. Ég skal alveg lofa ykkur því."

Athugasemdir
banner
banner