fim 07. maí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes vill Gilmour fyrst Chelsea vill fá Rice
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er ekki á þeim buxunum að hleypa miðjumanninum Declan Rice í burtu frá félaginu.

Það þarf að minnsta kosti mikið til að það gerist. Rice ólst upp hjá Chelsea, en komst ekki að þar og var hann látinn fara frá félaginu er hann var 14 ára. Nú segir sagan að Chelsea vilji fá hann aftur, en hjá Chelsea leikur besti vinur Rice, Mason Mount.

Rice er 21 árs gamall og hefur hann staðið sig vel með West Ham. Moyes vill ekki missa hann og segist ætla að biðja um Billy Gilmour í staðinn ef Chelsea gerir tilboð í Rice.

Í viðtali við BBC lofsamaði Moyes hinn 18 ára gamla Gilmour sem hefur skotist fram á sjónarsviðið með Chelsea á þessari leiktíð.

Moyes sagði svo: „Ég er alltaf að heyra að Chelsea vilji fá Declan Rice. Ég hugsaði með mér að ég gæti beðið um Billy Gilmour og séð hvað gerist."

Sagt hefur verið að West Ham sé búið að skella 70 milljón punda verðmiða á Rice.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner