fim 07. maí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Messi spila til fertugs?
Messi verður 33 ára síðar í sumar.
Messi verður 33 ára síðar í sumar.
Mynd: Getty Images
Xavi, sem lék lengi með Lionel Messi hjá Barcelona, telur að Argentínumaðurinn gæti spilað fótbolta þangað til hann verður næstum fertugur.

Messi, sem hefur unnið Ballon d'Or verðlaunin sex sinnum, verður 33 ára síðar í sumar. Áður en hlé var gert á fótbolta víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hafði Messi skorað 24 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.

Xavi, sem þjálfar í dag Al Sadd í Katar, segir að Messi eigi nóg eftir á tankinum.

„Hann gæti enn átt sjö mjög góð ár eftir," sagði Xavi er hann ræddi við annan fyrrum liðsfélaga, Samuel Eto'o á Instagram. „Hann hugsar mjög vel um sjálfan sig og hann á eftir að spila þangað til hann verður 37, 38 eða 39 ára. Hann mun án efa taka þátt á HM í Katar."

HM mun fara fram í Katar árið 2022 og það væri gaman að sjá Messi leiða argentíska landsliðið þar.

Xavi hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona og gæti hann tekið við stórveldinu í framtíðinni. Kannski að hann muni þjálfa Messi hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner