fim 07. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah og Firmino erfiðustu andstæðingarnir
Tomori með boltann, en Firmino fylgist vel með.
Tomori með boltann, en Firmino fylgist vel með.
Mynd: Getty Images
Fikayo Tomori, ungur varnarmaður Chelsea, segir að Mohamed Salah og Roberto Firmino úr Liverpool séu erfiðustu andstæðingarnir sem hann hefur tekist á við til þessa.

Tomori, sem er 22 ára, var á láni hjá Derby County í fyrra og er núverandi leiktíð hans fyrsta með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir mig því þetta er enska úrvalsdeildin og skref upp á við. Þú verður að vera einbeittur og alltaf tilbúinn," sagði Tomori við Sky Sports.

„Í Championship-deildinni ertu með mikið af mismunandi framherjum - sumir elska að hafa boltann í loftinu og svo eru aðrir sem finnst gaman að fara fyrir aftan vörnina. En svo er ég núna að spila gegn (Roberto) Firmino sem fer djúpt inn á miðjuna. Hlutirnir gerast mikið hraðar og þér er refsað grimmilega fyrir mistökin sem þú gerir."

„Það var örugglega erfiðast að spila gegn Firmino, honum og Salah. Alltaf þegar þeir komust í boltann þá hugsaði ég með mér: 'Þetta er áskorun, en hérna vil ég vera'."

Enn er haldið í vonina að hægt verði að byrja aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner