Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. maí 2020 23:11
Ívan Guðjón Baldursson
Sameiginlegur leikvangur Inter og Milan kostar rúman milljarð
Mynd: Google
Inter og AC Milan stefna á að byggja sameiginlegan leikvang sem mun taka við af San Siro sem heimili félaganna. Félögin eru í stöðugum viðræðum við viðeigandi yfirvöld og er hægt að búast við að leikvangurinn verði klár á næstu þremur til fimm árum ef allt gengur að óskum.

Leikvangurinn mun rísa á sama svæði og San Siro. Nýja vallarsvæðið mun þó þekja rúmlega 100 þúsund fermetra, tvöfalt stærra svæði heldur en er nýtt undir San Siro.

Leikvangurinn verður hátæknilegur og getur verið nýttur sem miðstöð fyrir hinar ýmsu íþróttir, svo sem frjálsar, hjólabretti og innanhússfótbolta.

Félögin hafa tilkynnt að þau munu halda áfram að vinna hörðum höndum að leikvanginum næstu vikur þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Heildarkostnaður verkefnisins mun að öllum líkindum fara yfir einn milljarð evra, sem samsvarar tæpum 160 milljörðum íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner