Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjú lið munu falla úr ensku úrvalsdeildinni
Nýliðar Norwich eru sex stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Nýliðar Norwich eru sex stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Mynd: Getty Images
Framhald enska úrvalsdeildartímabilsins er óljóst vegna kórónuveirunnar og hafa ýmsir möguleikar verið til umræðu.

Meðal þess sem hefur verið rætt er möguleikinn á að láta ekkert lið falla úr úrvalsdeildinni ef ekki tekst að klára tímabilið.

Fjölmiðlar á Englandi eru sammála um að þessi möguleiki sé ekki tekinn til greina af enska knattspyrnusambandinu. Sambandið mun beita sér gegn þessum möguleika verði hann borinn upp af úrvalsdeildarfélögum, sem hafa haldið reglulega fundi sín á milli undanfarnar vikur.

Þegar það kemur að lokaákvörðun þá hefur knattspyrnusambandið fullt vald þökk sé breytingum á knattspyrnulögum Englands sem voru samþykkt í júlí 1991, hálfu ári áður en enska úrvalsdeildin var formlega sett á laggirnar.

Norwich, Aston Villa og Bournemouth sitja í fallsætum ensku deildarinnar sem stendur. Watford, West Ham og Brighton eru þó ekki langt undan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 22 8 3 76 32 +44 74
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 33 11 12 10 52 50 +2 45
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner