Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. maí 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsti útisigur KA á KR í 40 ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann frækinn 3-1 sigur á KR-ingum á Meistaravöllum í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en þetta var í fyrsta sinn frá 1981 sem KA vinnur KR á útivelli.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö mörk fyrir KA og þá gerði Brynjar Ingi Bjarnason gott mark með skalla.

Eins og Óskar Ófeigur Jónsson á Vísi greindi frá þá hafði KA ekki skorað gegn KR í níu klukkustundir fyrir leikinn í kvöld en það tók gestina ekki langan tíma að breyta því.

KA-menn fögnuðu í lokin og ástæða til enda var þetta fyrsti útisigur KA á KR síðan 21. maí 1981 en þá vann KA 1-0 sigur á Meistaravöllum.

Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, greinir frá þessu á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner