Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. maí 2021 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Rúmir níu klukkutímar síðan KA skoraði síðast gegn KR
Elfar Árni er fjarri vegna meiðsla og spilar ekki með í kvöld.
Elfar Árni er fjarri vegna meiðsla og spilar ekki með í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur ekki skorað gegn KR í síðustu sex innbyrðis leikjum liðanna í Pepsi Max-deildinni. Það er Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Vísi, sem vekur athygli á þessu í da.g

KA mætir á Meistaravelli klukkan 18:00 í kvöld og reynir að skora sitt fyrsta mark gegn KR í rúma níu klukkutíma. Leikurinn er fyrsti leikur í 2. umferð deildarinnar.

Það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði síðasta mark KA gegn KR og það skoraði hann á 85. mínútu í 2-3 tapi á Akureyrarvelli (nú Greifavelli) þann 24. júní árið 2017.

1413 dagar eru síðan það mark var skorað og 545 leikmínútur. KR hefur einungis skorað fjögur mörk í þessum síðustu sex leikjum liðanna og því ekki um neinar markaveislur að ræða að undanförnu.

KA gerði markalaust jafntefli gegn HK í fyrstu umferð mótsins og KR lagði Breiðablik 2-0 á útivelli. Leikurinn í kvöld er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Athugasemdir
banner
banner
banner