Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júní 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA vill ræða launaþak
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gianni Infantino, forseti FIFA, vill opna umræðu um launaþak í knattspyrnuheiminum.

Efnahagsáhrif Covid-19 eru alvarleg og telur Infantino að launaþak gæti komið sér vel, sem og þak á kaupverði leikmanna.

„Við erum með nokkrar góðar hugmyndir til að mæta áhrifum Covid á efnahaginn. Allt frá launaþaki að nýjum skatti sem verður lagður í varasjóð. Sá varasjóður verður svo notaður í neyðartilfellum sem þessu," skrifaði Infantino í opnu bréfi til meðlima FIFA sambandsins.

„Ég vil persónulega sjá skýrari og strangari fjármálareglur og aukið gagnsæi. Það væru stórar breytingar sem gætu komið sér afar vel fyrir knattspyrnuheiminn til frambúðar.

„Þetta eru allt hlutir sem við ættum að ræða alvarlega. Það eru skiptar skoðanir en við verðum að standa saman á þessum erfiðu tímum."


Efnahagsáhrif Covid-19 eru augljós um allan heim. Áhrifin á neðri deildir og kvennaboltann eru enn óljós en mörg af stærstu félögum heims hafa tapað fleiri tugum milljóna evra. Sum þeirra sjá jafnvel fram á að tapa hundruðum milljóna ef önnur bylgja af Covid brýst út og fótboltann þarf að stöðva aftur.

Umræðan um launaþak var þegar farin af stað á Englandi þar sem ensku neðri deildirnar eru að skoða sín mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner