Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 07. júní 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuttgart fær 6 milljónir fyrir Werner
Mynd: Getty Images
Chelsea virðist vera búið að ganga frá félagaskiptum Timo Werner frá RB Leipzig en framherjinn er gríðarlega eftirsóttur af knattspyrnufélögum víða um Evrópu.

Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að B-deildarlið Stuttgart fær allt að 6 milljónir evra þegar Werner verður seldur frá Leipzig. Það er vegna ákvæðis í kaupsamningnum þegar Leipzig keypti hann frá Stuttgart 2016.

Stuttgart er í öðru sæti þýsku B-deildarinnar og stefnir á að komast aftur upp í deild þeirra bestu sem fyrst.

Félagið er þekkt fyrir að finna og búa til hágæðaleikmenn en hefur misst menn á borð við Serge Gnabry, Joshua Kimmich, Benjamin Pavard, Antonio Rüdiger, Bernd Leno og Sami Khedira frá sér í gegnum tíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner