Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. júní 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kría að stinga af
Viðar Þór var á skotskónum fyrir Kríu.
Viðar Þór var á skotskónum fyrir Kríu.
Mynd: Heimasíða KR
Það fóru fram tveir leikir í 4. deild karla í kvöld og voru þeir báðir í A-riðlinum.

Kría fer afskaplega vel af stað og eru þeir að stinga af í riðlinum eins og staðan er núna.

Kríumenn spiluðu við Árborg á heimavelli á Seltjarnarnesi og unnu þar 2-0 sigur. Viðar Þór Sigurðsson, kallaður "Viddi Lukaku", og Jóhannes Hilmarsson, fyrirliði Kríu, skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum.

Kría er á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Þeir eru með átta stiga forskot núna en önnur lið í kring eiga leiki til góða. Árborg er í öðru sæti.

Þá unnu Berserkir sinn annan leik í sumar þegar þeir fengu GG í heimsókn í Víkina, lokatölur þar 3-1. Berserkir eru í fjórða sæti með sex stig eftir fjóra leiki spilaða. GG er á botninum með eitt stig eftir fjóra leiki.

Kría 2 - 0 Árborg
1-0 Viðar Þór Sigurðsson
2-0 Jóhannes Hilmarsson

Berserkir 3 - 1 GG

Af Úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner