Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri meiddist í æfingaleik - Staðan á Arnóri og Tryggva
Andri Adolphsson.
Andri Adolphsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson, kantmaður Vals, er ekki með í leiknum gegn Víkingi í kvöld.

Valur og Breiðablik mættust í æfingaleik í þar síðustu viku. Liðin hafa verið í fríi í Pepsi Max-deildinni þar sem leikjum þeirra var frestað út af landsleik Íslands og Mexíkó.

Andri spilaði með Val í leiknum og hann meiddist. Þetta sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport.

„Því miður fyrir okkur verður hann frá í alla vega tvær vikur í viðbót sem er ekki gott fyrir okkur því hann var að komast á fínt skrið," sagði Heimir.

Andri hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli upp á síðkastið.

Skagamennirnir í herbúðum Vals eru að glíma við meiðsli. Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru á meiðslalistanum og hafa ekkert spilað í sumar.

„Arnór er byrjaður að æfa og er búinn að ná einhverri viku. Ég reikna með því að hann verði klár fljótlega. Það er aðeins lengra í Tryggva, kannski tvær þrjár vikur."

Valur mætir Víkingi í kvöld en hægt er að fara í beina textalýsingu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner