Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 07. júní 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif meistari í Skotlandi - „Svo stolt af liðinu"
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Þórs/KA, er skoskur meistari í fótbolta.

Arna Sif var á láni hjá Glasgow City frá desember 2020 til maí 2021 og spilaði mikilvægt hlutverk hjá félaginu.

„Þau gera rosalega mikið úr því að ég kunni að skalla, það er eins og ég hafi verið að finna upp hjólið sko. Það er liggur við: 'Getur þú kennt okkur'. Það er rosalega fyndið hvað þau gera mikið úr þessu," sagði Arna í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum en hún náði að finna netmöskvana í Skotlandi.

Hún á klárlega sinn þátt í þessum titli en Glasgow tryggði sér titilinn um síðastliðna helgi.

„Meistarar! Svo stolt af liðinu," skrifar Arna Sif á Twitter.

Arna var ekki eini Íslendingurinn sem var deildarmeistari út í hinum stóra heimi um helgina. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð þýskur meistari með Bayern München.


Athugasemdir
banner
banner
banner