Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 11:30
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne í hóp með Henry og Ronaldo
Kevin De Bruyne
Kevin De Bruyne
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne var í gær valinn besti leikmaður ársins annað árið í röð af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en hann er aðeins þriðji leikmaðurinn sem afrekar það.

Belgíski miðjumaðurinn skoraði sex mörk og lagði upp tólf á tímabilinu en þetta var langt frá því að vera hans besta tímabil með liðinu.

Hann hafði betur gegn Ruben Dias, Ilkay Gündogan, Bruno Fernandes og Harry Kane sem allir áttu frábært tímabil en De Bruyne vann einnig verðlaunin á síðasta tímabili.

De Bruyne er þriðji leikmaður deildarinnar sem afrekar það að vinna þessi verðlaun tvö ár í röð en Thierry Henry gerði það með Arsenal árið 2003 og 2004.

Cristiano Ronaldo gerði slíkt hið sama með Manchester United árið 2007 og 2008 og De Bruyne því kominn í afar sjaldgæfan hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner