mán 07. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli sat upp í stúku í Færeyjum - Kemur inn á morgun
Icelandair
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðablik, kemur inn í leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Póllandi á morgun.

Hann sat upp í stúku gegn Færeyjum þar sem Ísland vann nauman 1-0 sigur.

Þessi miðjumaður Breiðablik kemur aftur inn í hópinn á morgun en Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því af hverju Gísli hefði setið upp í stúku gegn Færeyjum, á fréttamannafundi í gær.

„Þetta var ákvörðun mín gagnvart stöðum fyrir þann leik. Við vissum á þeim tímapunkti að það væri nánast öruggt að Þórir (Jóhann Helgason) þyrfti að fara heim. Þá vorum við að hugsa um Þórir og Gísla í sömu mögulega stöðurnar. Við ákváðum að vera með Gísla í stúku í Færeyjum og svo kemur hann ferskur inn fyrir Pólland. Við vorum með 24 leikmenn í Færeyjum og erum með 22 núna," sagði Arnar en Kolbeinn Sigþórsson hefur líka yfirgefið hópinn.

„Aron Þrándar er í smá basli með meiðsli. Hann gat ekki verið með á æfingu í dag og ekki er víst að hann verði klár í leikinn. Allir sem eru hérna verða í hóp."
Athugasemdir
banner
banner
banner