Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meslier missir af Ólympíuleikunum - Fær ekki leyfi frá Leeds
Mynd: Getty Images
Illan Meslier mun ekki spila með Frökkum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, Leeds United gefur honum ekki leyfi til þess.

Meslier er aðalmarkvörður Leeds og í baráttu við Alban Lafont um sæti í byrjunarliði U23 liðsins sem fer til Japan. Ólympíuleikarnir hefjast 22. júlí og eru búnir 8. ágúst en enska deildartímabilið byrjar aðeins viku seinna.

Meslier myndi því missa af öllu undirbúningstímabilinu með Leeds.

„Þetta er mjög slæmur tími, ég get ekki verið fjarverandi meðan restin af hópnum undirbýr sig fyrir komandi tímabil," sagði Meslier niðurlútur.

Meslier er 21 árs gamall og hefur spilað 46 leiki fyrir Leeds, auk þess að eiga 13 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands. Þar er gífurleg samkeppni um markvarðarstöðuna og hún verður enn meiri þegar komið er í meistaraflokk. Þar eru Hugo Lloris, Steve Mandanda og Mike Maignan í lokahópnum fyrir EM. Ekkert pláss fyrir Alphonse Areola.
Athugasemdir
banner
banner
banner