Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mikil breyting á Víkingsliðinu - Gerðu snilldarleg kaup fyrir tímabilið
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður í verkefni.
Maður í verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed hefur leikið virkilega vel fyrir Víkinga.
Pablo Punyed hefur leikið virkilega vel fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er einn leikur í Pepsi Max-deildinni í kvöld, Valur og Víkingur mætast á Origo vellinum klukkan 20 en þetta er frestaður leikur úr 7. umferð deildarinnar.

Freyr Alexandersson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn og hrósaði þar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkinga, í hástert.



„Ég er gríðarlega ánægður með þróun Víkinga. Ég dáist að æðruleysi Arnars Gunnlaugssonar og finnst geggjað hvernig hann hefur nálgast verkefnið sitt. Hann er æðisleg manneskja, við vitum allir að hann er klár fótboltaheili en hann hefur komið mér gríðarlega á óvart sem leiðtogi. Hann hefur sýnt mikinn þroska þar, hvernig hann er tilbúinn að henda í burtu því sem við viljum oft kalla 'barnalegt' og fara í það sem skiptir máli til að ná í úrslit," segir Freyr.

Kári Árnason hefur verið einn besti leikmaður mótsins hingað til og Freyr segir að hann sé 'man on a mission', maður í verkefni.

„Hann (Arnar) treystir Kára gríðarlega í að vega og meta hvað þarf að gera inni á vellinum. Mér finnst þetta jafnvægi afskaplega flott. Ég er mjög hrifinn af þessu."

Tómas Þór Þórðarson segir að þegar tölfræðin sé skoðuð sé gríðarleg breyting á spilamennsku Víkinga frá síðasta ári.

„Þetta er einhver mesta umbylting á einu fótboltaliði á sex til sjö mánuðum sem hefur sést hérna, 'possession' hefur farið niður og 100 færri sendingar en stigin miklu fleiri. Þetta er bara breytt fótboltalið," segir Tómas og Freyr bætir við:

„Mér finnst þeir hinsvegar ekki hafa farið framhjá grunn hugmyndafræðinni sinni. Þeir hafa bara aðlagað hana aðeins," segir Freyr og talar um hversu mikið Pablo Punyed, sem kom frá KR, færir liðinu.

„Þessi kaup á Pablo Punyed eru snilldarleg. Hann er algjör stríðsmaður og hann er geggjaður í fótbolta. Svo er hann líka frábær spyrnumaður í föstum leikatriðum og gefur þeim mikið. Ég hef ekki kafað í neinar greiningarskýrslur, þetta er bara út frá auga og tilfinningu. Ég hef séð marga leiki með þeim og þeir hafa heillað mig mjög mikið," segir Freyr.

En hvernig lýst honum á leik kvöldsins, viðureign Vals og Víkings?

„Það verður ótrúlega spennandi verkefni. Þetta sterka Valslið er eins og góður traktor og fer bara sína leið yfir alla drulluna og ekkert vesen. Það eru mikil gæði í Valshópnum. Þetta verður hörkuleikur á góðu gervigrasi, ég býst við jöfnum og spennandi leik sem Valur vinnur."
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner