Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro Hipolito segir upp í Danmörku - Aftur til Íslands?
Pedro Hipolito.
Pedro Hipolito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Pedro Hipolito er hættur störfum sem þjálfari Næstved í Danmörku.

Hipolito tók við Næstved fyrir rúmu ári síðan og stýrði liðinu til fjórða sætis í C-deildinni. Markmiðið var að enda á meðal efstu sex liða í deildinni.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net eru nýir eigendur félagsins með aðra stefnu en var fyrir og ætla að fara úr fullri í hálfa atvinnumennsku.

Sá portúgalski ákvað að stíga frá borði þess vegna og er hann núna í leit að nýju félagi. Hann er auðvitað fyrrum þjálfari bæði Fram og ÍBV hér á Íslandi.

Það verður spennandi að sjá hvort Pedro snúi hugsanlega aftur til Íslands í framtíðinni en hann er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að koma aftur hingað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner