Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG enn að reyna við Messi - „Bestu leikmenn heims vilja koma hingað"
Lionel Messi verður samningslaus um mánaðarmótin
Lionel Messi verður samningslaus um mánaðarmótin
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Lionel Messi mun að öllum líkindum framlengja samning sinn við Barcelona á næstu vikum en Nasser Al Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir að félagið eigi þó enn möguleika á að fá hann.

Al Khelaifi fer um víðan völl í löngu viðtali við L'Equipe en hann er þar spurður út í áhuga PSG á Messi.

Messi verður að öllu óbreyttu samningslaus um mánaðarmótin en Barcelona vinnur hörðum höndum að því að framlengja samning hans áður en það verður of seint.

Hann lýsti því yfir á síðasta ári að hann vildi yfirgefa félagið en eftir að Joan Laporta vann forsetakosningarnar hjá Börsungum þá er hljóðið í honum annað.

PSG hefur verið í viðræðum við Messi en Al Khelaifi segir að það sé enn allt opið.

„Hvað get ég sagt? Allir bestu leikmenn heims vilja koma til Paris Saint-Germain. Við getum ekki fengið alla því við erum þegar með frábæra knattspyrnumenn í hópnum. Messi er samt sem áður Messi, magnaður leikmaður," sagði Al Khelaifi.

„Ég hef nú þegar sagt Joan Laporta að samningur Messi er að renna út og eiga öll félög rétt á því frá áramótum að ræða við hann og fá hann fyrir næsta tímabil," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner