Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 07. júní 2021 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rio segir „fáfróða fólkinu" að hætta baulinu
Leikmenn krupu á kné til að sýna samstöðu gegn kynþáttafordómum.
Leikmenn krupu á kné til að sýna samstöðu gegn kynþáttafordómum.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hefur látið stuðningsmenn liðsins heyra það.

Hópur af stuðningsmönnum Englands mætti á Riverside-völlinn í Middlesbrough í gær þegar Englendingar lögðu Rúmeníu, 1-0.

Leikmenn Englands og Rúmeníu krupu á hné rétt áður en leikurinn hófst, en þessi gjörnaður féll ekki í kramið hjá öllum stuðningsmönnum enska landsliðsins.

Leikmenn hafa undanfarið ár verið að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttafordómum með því að krjúpa á hné fyrir leiki. Einhverjir hafa gagnrýnt það að krjúpa á kné þar sem það þykir pólitískt.

„Þessir stuðningsmenn, þetta fáfróða fólk sem er að fara á þessa leiki, hefur ekki hugmynd af hverju leikmennirnir eru að krjú á kné. Þeir eru að krjúpa fyrir óréttlæti... þeir eru að krjúpa til að vekja athygli á ákveðnum málum svo tekið sé á þeim með réttmætum hætti."

„Þetta er ekki pólitísk afstaða. Allt þetta fáfróða fólk sem segir: 'Þetta er pólitískt, Black Lives Matter eru pólitísk samtök'. Það hefur ekkert með það að gera," sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu.

Ferdinand segir að leikmennirnir séu að mótmæla kynþáttafordómum og það sé engin góð ástæða til að baula. Hann hvetur stuðningsmennina til að styðja liðið og leikmennina áfram.

EM hefst í vikunni og þar mun England spila flesta leiki sína á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner