Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 07. júní 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum að skrifa undir þriggja ára samning við PSG
Wijnaldum spilaði 237 leiki á fimm árum hjá Liverpool.
Wijnaldum spilaði 237 leiki á fimm árum hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum er að skrifa undir þriggja ára samning við franska stórveldið PSG. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Wijnaldum verður fyrirliði Hollendinga á EM í sumar og getur skipt um félag á frjálsri sölu eftir fimm góð ár hjá Liverpool.

Talið var að þessi þrítugi miðjumaður myndi ganga í raðir Barcelona í sumar en PSG er að stela honum. Frakkarnir eru búnir að bjóða honum mun betri samning heldur en Börsungar.

Mauricio Pochettino er við stjórnvölinn hjá PSG og er þegar með miðjumenn á borð við Marco Verratti, Marquinhos og Idrissa Gueye í leikmannahópinum. Hann hefur miklar mætur á Wijnaldum og reyndi að fá hann til Tottenham 2016.

Romano greinir einnig frá því að Achraf Hakimi sé efstur á óskalista Pochettino. Bakvörðurinn er fáanlegur í sumar þar sem Inter þarf að safna pening og lækka launareikninginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner