Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 07. júlí 2018 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjuðu með Osman og Cleverley síðast gegn Svíum
Tom Cleverley.
Tom Cleverley.
Mynd: Getty Images
England og Svíþjóð eigast við í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins klukkan 14:00.

Búið er að gefa út byrjunarliðin. Smelltu hér til að skoða þau.

Árið var 2012 síðast þegar þessi lið mættust en þá vann Svíþjóð 4-2. Zlatan Ibrahimovic skoraði þar með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu.

Byrjunarlið Englands var ansi athyglisvert í leiknum árið 2012, jafnvel þó að það hafi verið vináttulandsleikur. Roy Hodgson var þjálfari Englands og hann gaf leikmönnum eins og Steven Caulker, Leon Osman og Carl Jenkinson tækifæri.

Leon Osman og Tom Cleverley byrjuðu á miðjunni ásamt Steven Gerrard.

Raheem Sterling og Ashley Young byrjuðu leikinn en þeir eru líka í byrjunarliðinu í dag.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðið og það helsta úr leiknum árið 2012 en England mætir klárlega með sterkara byrjunarlið á eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner