lau 07. júlí 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
HM í dag - England mætir Svíum
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru á dagskrá í dag á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en aðeins er rétt rúm vika í að úrslitaleikurinn fari fram.

Klukkan 14 mætast Svíþjóð og England þar sem pressan er á Englendingunum. Svíar hafa staðið sig gríðarlega vel og spennandi verður að sjá hvort þeir geti gert Englendingum sama grikk og við Íslendingar gerðum þeim fyrir tveimur árum.

Fyrirfram er England sigurstranglegra liðið en þetta verður án efa spennandi viðureign tveggja sterkra liða.

Í hinum leik dagsins sem hefst klukkan 18 spila gestgjafarnir við Króata.

Króatía er mun sigurstranglegra þrátt fyrir að liðið spili við gestgjafana. Rússar eru spútnik-lið mótsins en mikil neikvæðni og svartsýni var í Rússlandi fyrir mótið og bjuggust ekki margir við því að liðið kæmist upp úr riðlinum.

Króatar eru með marga af bestu leikmönnum heims og því væru það gríðarleg vonbrigði fyrir þá þyrftu þeir að bíða í lægri hlut gegn Rússum.

Leikir dagsins
14:00 Svíþjóð - England (Samara)
18:00 Rússland - Króatía (Sochi)
Athugasemdir
banner