Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 07. júlí 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingó Veðurguð spáir í leik Englands og Svíþjóðar
Ingó í leik með Selfossi um árið.
Ingó í leik með Selfossi um árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefst leikur Englands og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Margir landsmenn eru spenntir fyrir þessum leik enda er enski fótboltinn mjög vinsæll hér á landi og margir sem styðja enska landsliðið.

Englendingar eru líka alveg gríðarlega spenntir, ekki á hverjum degi þar sem lið þeirra á svona góðan möguleika á því að komast langt á Heimsmeistaramóti.

Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, spáir í spilin fyrir þennan leik.

Svíþjóð 1 - 2 England (klukkan 14:00)
England tekur þetta í framlengingu, 1-1 eftir venjulegan leiktíma þar sem Svíar komast yfir úr víti eftir að bakhrindingu í kjölfar hornspyrnu. England jafnar á 67. mínútu þar sem Sterling fær boltann í sig og inn eftir fyrirgjöf frá Trippier. Hann fagnar samt eins og hann hafi skorað markið viljandi.

England skorar svo í seinni hálfleik framlengingar en þar verður að verki Jesse Lingard eftir ekkert sérstaklega fallega skyndisókn, því miður fyrir Svía verður Lindelöf kominn með sinadrátt og nær ekki að halda í við eldsnögga Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner