Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. júlí 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Martínez: Strákarnir eiga skilið að vera hetjur í Belgíu
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir lærisveina sína í landsliðinu eiga skilið að vera hetjur í heimalandinu sínu eftir sigur þeirra á fimmföldum heimsmeisturum Brasilíu.

„Þeir stóðu sig ótrúlega vel. Þeir gáfu allt sitt í leikinn, allan leikinn. Brasilía er með svo mikil gæði að þeir geta brotið þig niður en við leyfðum þeim það ekki. Belgía var ekki að fara að gefast upp."

„Þessir strákar eiga skilið að vera hetjur í Belgíu. Þeir fylgdu taktíkinni frábærlega. Þetta er einstakt og við getum ekki valdið Belgum vonbrigðum. Við getum komið þessu yfir á næstu kynslóð - að vinna Brasilíu,"
sagði Martinez

Núverandi leikmenn landsliðsins hafa verið kallaðir gullkynslóð Belgíu en þetta er í fyrsta skipti í 32 ár sem Belgía kemst í undanúrslit á HM og er tveimur leikjum frá Heimsmeistaratitli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner