Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. júlí 2018 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rýma þurfti hótel Svíþjóðar - Brunakerfið fór í gang
Mynd: Getty Images
Undirbúningur sænska landsliðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 8-liða úrslitum HM í dag var truflaður þegar brunakerfið á hóteli liðsins fór í gang klukkan 8:30 að rússneskum tíma í morgun.

Rýma þurfti hótelið eftir að kerfið fór í gang en í ljós kom að enginn eldur var á hótelinu.

Samkvæmt stjórnendum hótelsins fór kerfið í gang vegna þess að einhver var að reykja í herbergi sínu eða þá að einhver ýtti á rofa, annað hvort viljandi eða óvart.

Það er spurning hvort þetta hafi eitthvað truflað sænsku leikmennina. Það kemur í ljós á eftir.

Leikur Englands og Svíþjóðar hefst klukkan 14:00. Í húfi er sæti í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner