Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Svía segir England geta unnið HM
Svíþjóð gerði vel að komast svo langt.
Svíþjóð gerði vel að komast svo langt.
Mynd: Getty Images
Janne Anderson, þjálfari Svíþjóðar sagði að lið sitt hefði gert afar fá mistök í leiknum gegn Englandi fyrr í dag en hafi einfaldlega mætt liði sem geti sigrað mótið.

England eru algjörlega nógu góðir til þess að vinna HM. Þeir eru kraftmiklir og vel skipulagðir. Hamingjuóskir til liðsins og þjálfarans. Þeir eru gott lið, við gáfum ekki mörg færi á okkur,” sagði Anderson.

Ég held að það hafi ekkert farið úrskeiðis. Við mættum góðum andstæðingi og við náðum ekki að komast á okkar best stig. Mistökin voru fá.”

Þá hrósaði Anderson leikmönnum sínum fyrir árangur sinn í lokakeppninni.

Við komumst í 8-liða úrslit og við gerðum vel að komast svo langt. Við mættum öflugum andstæðingum í hverjum einasta leik en vorum ekki nógu góðir í dag,” sagði Anderson.

Ég safnaði leikmönnunum saman á vellinum og sagði þeim að við höfum átt gott mót. Við verðum allir niðurlútir en þegar þú hallar þér aftur og greinir þetta, allt talið með, verðum við nokkuð sáttir seinna en einmitt núna er þetta erfitt.”
Athugasemdir
banner
banner